Drengur fæðist með sex fætur í Pakistan

Nýfæddi drengurinn

Sveinbarn fæddist í borginni Sukkur sem liggur í suðausturhluta Pakistan. Í fyrstu var talið að drengurinn væri með sex fætur. 

Barnið var flutt til Karachi, stærstu borg Pakistans, á mánudaginn var. Þar tók National Institute of Child Health (NICH) við drengnum til frekari læknismeðferðar. Stofnunin greindi frá því að drengurinn væri með sjaldgjæfan genasjúkdóm. Auka útlimir drengsins eru hendur og fætur sem tilheyra samvaxtna tvíbura hans sem ekki náði fullum þroska.

Faðir barnsins, Imran Sheikh, lýsti því yfir að hann þyrfti á hjálp að halda því hann ætti ekki nægilegt fé til að fjármagna allar þær nauðsynlegu læknismeðferðir sem barnið þarf til að halda lífi. Faðirinn snéri sér til yfirvalda sem aðstoða nú drenginn og veita honum allan nauðsynlegan stuðning. 

Læknar skipurleggja nú aðgerðir til þess að bjarga lífi barnsins og reyna að sjá til þess að hann fái að lifa sem eðlilegasta lífi.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir