DV eingöngu á netinu?

Reynir Traustason
Síðastliðinn miðvikudag fóru 2.árs fjölmiðlafræðinemar við Háskólan á Akureyri í heimsókn til allra helstu prentmiðla landsins. Þar heimsóttu þeir meðal annars DV, þar sem Reynir Traustason ritstjóri og hlutaðeigandi sat fyrir svörum. Ýmislegt athyglisvert kom fram í þeirri heimsókn.

Reynir sagði þar meðal annars frá framtíðaráformum fjölmiðilsins. Markmið DV er að vera fyrstir með fréttirnar og DV.is væri búið að nýtast þeim sérstaklega vel í að ná því markmiði. DV.is væri nú orðinn ein vinsælasta síða landsins og næstu skref væri að reyna að fá inn meiri tekjur frá síðunni. Bæði með því að láta lesendur borga fyrir fréttirnar sem þeir lesa á síðunni og einnig að fá inn meiri auglýsingatekjur

Honum þótt líklegt að þróunin yrði sú að DV sem og fleiri þekktir prentmiðlar myndu á endanum hætta að gefa út blöð í því magni sem þau gera í dag og nýta sér betur þá tækni sem er í boði í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir