Edduverðlaunin í beinni útsendingu á morgun

Eddan 2012
Edduverðlaunin verða afhent annað kvöld, 18. febrúar 2012 við hátíðlega athöfn í Gamla bíói í Reykjavík.

Eddan er uppskeruhátíð íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademíunar (ÍKSA) og er þetta er í 13. skiptið sem Eddan er haldin og verður henni sjónvarpað í beinni útsendingu frá Stöð 2 klukkan 20:00. 

Veitt verða verðlaun í 24 flokkum og má þar meðal annars nefna: 

Bíómynd ársins
Leikið sjónvarpsefni ársins
Leikstjóri ársins
Handrit ársins
Leikkona / Leikari í aðal- og aukahlutverki ársins
Hljóð ársins
Búningar ársins ásamt fleirum.

Tilnefningar eru margar góðar í ár og vert er að nefna að myndin Eldfjall er tilnefnd til 14 Edduverðlauna m.a. bíómynd ársins, leikstjóri ársins og handrit ársins.

Frekari upplýsingar um tilnefningar má finna á heimasíðu Kvikmyndamiðstöðvar : 


Ekki missa af Edduni á morgun.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir