Edinborg og Sigurvon halda bleikt bođ

Bleikt tré - mynd Ingibjörg Snorra
Krabbameinsfélagið Sigurvon á Ísafirði býður í bleikt boð í Edinborgarhúsinu kl. 20:00 í kvöld í samstarfi við Edinborgarhúsið. Sigurður Ólafsson formaður sagði í samtali við Landpóstinn að fluttur verði fyrirlestur um heilbrigðan lífsstíl, boðið upp á lifandi tónlist, sagðar reynslusögur þeirra sem glímt hafa við krabbamein og líka verði happdrætti. 


Sigurður sagði að einnig verði vestfirska fyrirtækið Villimey á staðnum og muni gefa gestum smyrsl úr lífrænum handtíndum íslenskum jurtum.

Kostar 1000 kr. inn og rennur aðgangseyrir óskiptur til Krabbameinsfélagsins Sigurvonar.

Sigurður sagði jafnframt að víða væri lýst með bleiku ljósi á Ísafirði í október, meðal annars væri Safnahúsið baðað bleiku ljósi, Sundhöllin lýst að innan, tré uppljómað á Silfurtorgi og útiljós á skrifstofu félagsins að Pollgötu 4, Ísafirði.

Ingibjörg Snorra


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir