Ef ţú ert ekki hálfviti ţegar ţú kemur verđurđu hálfviti ţegar ţú ferđ!

Mynd tekin á ćfingu af Halldóru Kristínu Bjarnad.

Síđastliđiđ vor hélt ţingeyski Karlakórinn Hreimur tvenna afmćlistónleika ađ Ýdölum í Ađaldal og Háskólabíói í Reykjavíkí tilefni af 40 ára starfsafmćli karlakórsins. Af ţví tilefni bauđ karlakórinn gleđisveitinni ţjóđţekktu, Ljótu Hálfvitunum, til samstarfs viđ sig – en ţeir eiga einmitt ćttir ađ rekja til sömu sýslu. Hvoru tveggja tónleikarnir voru gríđarlega vel sóttir og vöktu verđskuldađa athygli. Í framhaldinu var ţví ákveđiđ ađ blása til tónleika í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Ţar međ fá fleiri tćkifćri til ţess ađ njóta ţessarar mögnuđu tónlistarupplifunar. Ţann nćstkomandi 14. nóvember mun ţví Karlakórinn Hreimur ásamt Ljótu hálfvitunum halda tvenna tónleika í Hofi en uppselt er á tónleikana klukkan 20:00 og eru ţví aukatónleikar klukkan 23:00 komnir í sölu. Flutt verđa lög af efniskrám beggja söngflokka, bćđi sundur og saman, ţvers og kruss og allt um kring. Miđaverđ er einungis 5.000 kr en hćgt er ađ fjárfesta í miđa á mak.is.

Karlakórinn Hreimur lofar góđri skemmtun - ,,og ef ţú ert ekki hálfviti ţegar ţú kemur verđurđu hálfviti ţegar ţú ferđ!" eins og einhver góđur ađili sagđi. 

Karlakórinn Hreimur var stofnađur í janúar 1975 og er ţví á fertugasta starfsári sínu. Kórinn byrjađi ţá sem kór á starfssvćđi Hafralćkjarskóla í Ađaldal. Bćndur voru ţá líklega fjölmennasta starfsstéttin innan kórsins. Kórfélagar, sem í dag eru um 50, koma nú víđa ađ úr Ţingeyjarsýslu, frá Kelduhverfi til Mývatnssveitar. Karlakórinn hefur í gegnum árin ţróast og skipar í dag mönnum á öllum aldri, frá ýmsum starfstéttum. Međlimir karlakórsins láta ekki vegalengdir aftra sér frá ţví ađ stunda sitt áhugamál og sćkja hollan og uppörvandi félagsskap sem gefur ţeim mikla lífsfyllingu. Karlakórinn Hreimur ćtlar ţví einnig ađ halda tónleikaröđ í sinni heimabyggđ, Ţingeyjarsýslu, en í tilefni af 40 ára afmćlinu verđa tónleikarnir ókeypis. Stjórnandi kórsins er Steinţór Ţráinsson en undirleikari er Steinunn Halldórsdóttir. Ekki má heldur gleyma hinum magnađa einsöngvara Ásgeiri Böđvarssyni.

Mynd tekin á ćfingu af Halldóru Kristínu Bjarnadóttur

Hér má sjá tónleikaröđ Karlakórsins Hreims:

Ljósvetningabúđ miđ. 28. okt. kl. 20:30
Skúlagarđi mán.2.nóv. .kl.20.30
Skjólbrekku miđ.4. nóv kl.20.30
Húsavíkurkirkju mán.9.nóv.kl.20.30
Breiđumýri miđ.18.nóv kl.20.30

Bćđi mynd- og hljómdiskur frá Vorfagnađinum 2015 verđur til sölu á tónleikunum ţar sem Ljótu Hálfvitarnir stigu á stokk međ kórnum.

Ljóst er ađ hér er um einstakt tćkifćri ađ rćđa til ţess ađ njóta frábćrs kórs! Sjáumst og fögnum í verđskulduđum afmćlisfögnuđi!


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir