Ég er ekta Íslendingur

Pistlahöfundur (t.h.) að taka glaða gaurinn | Mynd: Ari H. Ketilsson

Ég veit ekki hvað ég hef sagt oft í vetur við samnemendur mína í verkefnavinnu og við prófalærdóm „þetta verður allt í lagi“ eða „þetta reddast allt saman“ þegar hinir eru að farast úr stressi... ja a.m.k. sumir. Að þessu leyti, og mörgu öðru, get ég talist alveg ekta Íslendingur. 

Íslendingar eru alveg magnaðir hvað þetta varðar. Þeir láta ekkert á sig fá og „þetta reddast“ hugsunarhátturinn er alltaf til staðar. En hvað er að því? Er ekki bara allt í lagi að vera bjartsýnn og stressa sig ekki allt of mikið á hlutunum? Mér finnst allavega mun betra að taka bara glaða gaurinn á þetta, vera jákvæður og vona hið besta í staðinn fyrir að reikna alltaf með hinu versta. Ég er ekki að segja að maður geti bara sleppt öllu og beðið eftir að hlutirnir reddist, en ef maður gerir sitt besta þá reddast alltaf allt – sama hvað það er.

Stefán Erlingsson


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir