Eiginmaður Amy í vondum málum

Blake Fielder-Civil á "góðri" stundu
Blake Fielder-Civil var nær dauða en lífi er hann tók of stóran skammt af heróíni innan veggja fangelsins, en Civil situr inni fyrir líkamsárás og hafa hindrað framgang réttvísinnar. Civil fannst ógurlega kvalinn í klefa sínum og var undir eins farið með hann á sjúkrahús.

 

Við rannsókn kom í ljós að hann hafði tekið inn heróín, blandað eitruðum aukaefnum. Að sögn varða við fangelsið voru það einungs rétt og skjót viðbrögð sem björguðu lífi Civil.

Blake Fielder-Civil, sem er einna þekktastur fyrir að vera eiginmaður sönkonunnar Amy Winehouse, virðist ætla að ganga illa að berjast við fíkniefnadrauginn og ku stunda það í fangelsinu að skipta á árituðum myndum af eiginkonunni fyrir heróín. Amy Winehouse fór hinsvegar í meðferð á dögunum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir