Einhverfi unglingurinn

mynd: google.com

Þeir sem ekki þekkja til einhverfu einkenna, átt sig oft ekki á því að manneskjan sem þau eru að tala við er einhverf.  Hjá sumum einstaklingum með einhverfu eru einkenninn ekki augljós, manneskjan er talin feimin eða kannski pínu skrítin.


Ég hef umgengist mikið barn sem greindist ekki með einhverfu fyrr en á unglings aldri, það barn sýnir ekki augljós einkenni einhverfu, það er mjög rólegt, breytir ekki skapi og út af því týndist það í skólakerfinu í allt of mörg ár. Í fyrstu bekkjum grunnskóla bar ekki mikið á þroskamun en um leið og námið fór að verða meira krefjandi og félagarnir fóru að hætt að leika sér í barnaleikjum fór bilið að breikka mikið.  En þegar farið var að vinna með barnið bæði heima og í skóla eins og það væri með þessa röskun fóru hlutirnir loks að breytast, því fór að líða mun betur og ná betri tökum á námi og félagslífi. 


Þó svo það hafi náðst gríðarlegur árangur á nokkrum árum hjá þessu barni, hvað varðar nám, félagslíf og daglegt líf, þá er það að greinast með einhverfu á unglings aldri ekki auðvelt, hvorki fyrir barnið né þá sem standa því næst. Þegar þú ert í samskiptum við unglinga veistu ekki alltaf hvort þú átt að koma fram við þá sem barn eða fullorðinn einstakling, að mínu mati er það enn flóknara þegar kemur að barni með einhverfu greiningu eins og þetta barn.  Þar sem röskunin er ekki mikil og nær ekki til allra þátta. Í einhverjum tilvikum geturðu rætt við það sem einstakling á þeim aldri sem það er og í öðrum þarf að ræða og koma fram við það eins og barn sem þarf að láta gera allt fyrir sig.

 

Mikið af athöfnum dagslegs lífs sem við lærum í gegnum lífð eru ekki eins sjálfsagðar fyrir einhverft barn að gera eins og önnur. Það þarf reglulega að vera minnt á að fara í sturtu, skipta um föt, tannbursta sig, þakka fyrir sig, bjóða aðstoð og margt fleira. Einstaklingur með einhverfu skilur ekki endilega af hverju hann þarf að gera þessar athafnir. Einnig eru börnin of ekki mjög ræðin og skila ekki hver tilgangurinn sé að tala um mál hvort sem það er gleðilegt eða ekki. Hef oft heyrt þessa setningu: ,,afhverju þarf ég að tala um eitthvað sem gerðist, ég breyti því ekkert.”

Enn allt eru þetta hlutir sem hægt er að koma inn í rútínuna hjá barninu. Settu upp töflu í herberginu hjá því og skrifaðu þessa hluti sem þarf alltaf að gera, tannbursta morgun og kvöld, fara í sturtu og fleira. Skipulag er undirstaðan í því að hjálpa einstaklingnum, þegar hann veit hvað á að gera og hvenær á að gera það, þá verður hann öruggari og spurninga flóðið minnkar. Það að gera matseðil fyrir heimilið getur fækkað spurningum mikið, í staðin fyrir að spyrja tíu sinnum á dag hvað á að vera í matinn þá getur barnið alltaf skoðað matseðilinn.

 

Þú getur vissulega lent í því að barnið vilji ekki hafa töfluna á veggnum hjá sér lengur, þó svo því finnist gott að kíkja á hana, því á vissum aldri getur það orðið hallærislegt að hafa töflu upp á vegg sem minnir þig á að tannbursta þig. Í staðin fyrir að hætta að nota hana,  hengdu hana upp inn í skáp eða einhverstaðar þar sem barnið getur kíkt á hana en þar sem hún er ekki fyrir allra augum.

 Þetta er ekki óeðileg þróun, því jú einhverf börn geta líka fengið  ,,unglingastæla”.

 

Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir