Einn smellur

Mynd - visir.is
Fréttavefurinn Vísir.is ætlar að gefa þjóðinni eina af fallegri og dýrmætari jólagjöfum landsins í ár. Allir landsmenn geta tekið þátt í gjöfinni og það með einum smelli.


Gjöfin er ekki flókin, það eina sem almenningur þarf að gera er að „likea“ facebook síðu Vísis og við hvert „like“ bætast 25 krónur við upphæðina frá Vísi. Almenningur borgar því ekkert, heldur styrkir.

Vísir vill gera Facebook notendur sínum kleift að lesa fréttir og láta gott af sér leiða í leiðinni. Í upphafi átti að fara af stað með Facebook-leik sem svo margir kannast við, en svo var ákveðið að sleppa öllum vinningum og í staðinn ætlar Vísir að styrkja gott málefni. Barnaspítali Hringsins varð fyrir valinu og fær því afhenda góða jólagjöf í ár. Peningarnir sem koma inn fara beint til Kvenfélagsins Hringsins sem er helsta stuðningsfélag spítalans. Góðgerðarleikurinn hefur farið vel af stað og hafa nokkur þúsund manns styrkt Barnaspítalann með einu „like“.

Mikael Torfason, aðalritstjóri 365 miðla segir að þau hjá Vísi stefni á að gefa spítalanum nokkrar milljónir og til að það rætist þarf íslenska þjóðin að hjálpa.

Vertu hluti af þessari fallegu jólagjöf, „likeaðu“, deildu og gefðu!

Hægt er að taka þátt í leiknum hér.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir