Einstakt tækifæri að fá að fara og fylgjast með liðinu

Hjalti Þór

Eins og allir vita keppti íslenska landsliðið á EM - Handbolta í s.l. mánuði og lentu þeir í 3. sæti. Nú er nokkuð um liðið og strákarnir okkar orðnir að fréttum gærdagsins. Þrátt fyrir það ákvað blaðamaður Landpóstsins að heyra í Hjalta Þór Hreinssyni sem sá um stuðningsmannasíðu landsliðsins, ibs.is. Hjalti er útskrifaður úr Háskólanum á Akureyri með B.A. í fjölmiðlafræði og er nú í meistaranámi við skólann. 

„Konseptið er að sýna stuðning í blíðu og stríðu,“ segir Hjalti þegar hann er spurður út í tilgang síðunnar en umræðan í samfélaginu hefur oft verið á þá leið að Íslendingar styðji bara liðið sitt þegar vel gengur. „Þetta var oft svona þegar illa gekk, þeir voru ekki lengur strákarnir okkar, en ég held nú að það sé alveg búið“ bætir Hjalti við.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann fer út fyrir hönd síðunnar en hann fór út á EM í Noregi 2008. Hann segir reynsluna frá þessu móti gjörólíka enda gekk Íslandi mun betur nú heldur en þá.

„Þetta er náttúrulega einstakt tækifræi að fá að fara og fylgjast með liðinu,“ segir Hjalti en íslensku blaðamennirnir fengu að vera í miklu návígi við leikmenn t.d. að fara upp á hótelherbergi til þeirra. „Maður verður að passa sig að trufla ekki strákana, hvað maður gerir og hvernig maður gerir það“ segir Hjalti þegar hann er spurður út í hvernig strákarnir hafi tekið í sumt sem þeir voru að gera. Það sem þurfti helst að hafa í huga var að sleppa því að vera með mikil fíflalæti á æfingum en strákarnir tóku þó almennt vel í það sem fjölmiðlamenn voru að gera með þeim.

Talsverður fjöldi Íslendinga kom til að styðja strákana, bæði í riðlakeppninni og svo í úrslitunum. „Það var erfitt að sjá að við myndum mæta Frökkum af því að þetta lið er ekki hægt að stoppa,“ segir Hjalti en bæti við að það hafi kannski gert gæfu muninn inn í úrslitaleikinn um bronsið því að strákarnir náðu að rífa sig fljótt upp úr svekkelsinu eftir tapleikinn gegn þeim.

Hjalti er svo staðráðinn í því að mæta aftur að ári þegar HM í Svíþjóð fer fram og mun þá halda áfram að flytja okkur fréttir af strákunum okkar, í blíðu og stríðu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir