Eitrað fyrir börnum í Nígeríu

Nígeríska lyfjaeftirlitið hefur handtekið 12 manns sem voru viðriðnir eitrun 111 barna með menguðu lyfi.

Þeir sem voru handteknir voru frá fyrirtæki sem framleiddi lyfið “My Pikin” sem þýðir “barnið mitt”. Hinir sekur mega eiga 15 ára fangelsisdóm yfir höfði sér ella 3.500 dollara í sekt. Sýrópið sem innihélt parasetamól var notað til við aumum gómum í ungabörnum. Í sýrópinu fannst diethylene glycol, sem er notað sem kælivökvi í vélar. Þetta leiddi til nýrnabilunar í börnum. Meira en 5,000 flöskur hafa verið teknar úr umferð, en ekki er vitað hversu margar flöskur voru mengaðar eða hversu mörgum var búið að dreifa.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir