Ekkert vitað um flugvélina

Flugvél af sömu gerð og sú sem hvarf

Engar vísbendingar komið fram

Notast er við öflug leitartæki en fjölfarnar siglingaleiðir um svæðið gera leitina erfiðari. Brak og olíubrák sem sást á svæðinu reyndist ekki vera úr flugvélinni.  Sérfræðingar í flugmálum eru gáttaðir yfir hvarfinu og segja ósennilegt að vélin hafi brotnað í miðju flugi auk þess sem veðuraðstæður voru góðar þegar slysið varð.

Hryðjuverk?

Upp hefur komið sú hugmynd að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Tveir menn um borð voru með stolin vegabréf og hefur athyglin beinst að þeim. Öryggiseftirlit flugvallarins í Kúala Lúmpúr hefur verið gagnrýnt fyrir lélegt eftirlit.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir