Ekki kjósa!

Úr myndbandinu
Kosið verður til nýrrar stjórnarskrár 20.október næstkomandi og því hefur stjórnarskrárfélagið kastað fram óvenjulegu, kaldhæðnu myndbandi með þjóðþekktum einstaklingum til að minna fólk á hversu mikilvægur kosningarétturinn er.

Þetta er áhugaverð leið sem félagið fer að en í byrjun myndbandsins segja einstaklingarnir í myndbandinu fólki að sleppa því að kjósa, þau telja upp að það hafi margt þarfara að gera og þurfi ekkert að segja sína skoðun á málum þjóðarinnar. Í seinni hluta myndbandsins skipta þau svo úr kaldhæðnisgírnum og hvetja fólk til að kynna sér málið og taka afstöðu. 

Þetta er leið sem hefur vakið mikið umtal í þjóðfélaginu og myndbandið þýtur manna á milli á veraldarvefnum, á samfélagsmiðlum eins og til dæmis facebook.

Linkur á myndbandið og síðu félagsins er hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir