Ekki láta hundinn fara í jólaköttinn

En hvað með mig

Flestum þykir gott að gæða sér á smákökum yfir jólahátíðarnar og sama gildir um hunda.

Hvaða hundaeiganda kannast ekki við þau löngunar augu sem mæna á húsbónda sinn þegar hann gæðir sér á smákökum yfir hátíðarnar. Þetta vandamál er auðleyst með því að baka einfaldar smákökur handa hvutta.

Hundakex:

4 bollar heilhveiti

½ bolli haframjöl

2 msk grænmetisolía

1 og ¾ bolli vatn

+ ½ teningur kjötkraft sem er leystur upp í vatninu.

Allt hráefni sett í eina skál og hrært saman. Hnoðað og skorið út með móti. Bakað í ofni í 15 mínútur við 175 gráður eða þar til kökurnar dökkna. Best er að geyma kökurnar í lofttæmdu boxi eftir að þær hafa kólnað.

    

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir