Ekki vera svona svartsýn!

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, er eins og margir aðrir stjórnmálamenn á fullu við að reyna að bjarga landi sínu og þjóð - þó ekki séu allir á eitt með að hann sé að gera það rétt.

Í ræðu til varnar aðgerðum hans til að sporna við kreppu talaði hann m.a. um það að fólk ætti ekki að fara í svartsýnis kast heldur að horfa á núverandi aðstæður sem "fæðingarverki" nýrrar heimsmyndar.


Hann talaði mikið um það að efnahagur landa mætti alls ekki einangrast heldur þyrfti að stuðla að meiri milliríkja viðskiptum.

Hann segir þjóðir heims hafa val; annað hvort að loka sig inn í skel eða alþjóðavæðast.

Brown talaði um að setja af stað nýja sýn á fjármálaheiminn, að reglur og hefðir verði að endurskoða.

Gagnrýnendur hans segja að hann ætti frekar að svara fyrir afhverju hann leyfði skuldum þjóðarbúsins að tvöfaldast í yfir 1 trilljón punda.

Fylgi verkamannaflokksins hefur snar lækkað og eru með tæp 30% meðan að íhaldsflokkurinn er með rétt rúm 40% fylgi. Smkv. könnunComRes


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir