Ekkifréttir af sćnsku krónprinsessunni

Sćnska krónprinspariđ (mynd: svenskdam.se)
Sænskir fjölmiðlar eru skiljanlega mjög uppteknir af þarlendri konungsfjölskyldu og öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Þeir sem skrifa um málefni kóngafólksins í Svíaríki hafa ekki þurft að kvarta undan gúrkutíð í þeim efnum því nóg hefur verið að gerast hjá fjölskyldunni undanfarin ár. En nú eru menn farnir að ókyrrast í biðinni eftir næstu stórfrétt.

 

Viktoría krónprinsessa gifti sig sem kunnugt er síðast liðið sumar. Aðdragandinn að því brúðkaupi var æði langur, enda Daníel unnusti hennar af almúgaættum, og tók það langan tíma fyrir konungsfjölskylduna að taka hann í sátt sem væntanlegan prins. En krónprinsessan stóð fast á sínu og fékk að lokum að eiga sinn draumaprins.

Síðan þá hafa allir beðið. Viktoría má ekki sjást á almannafæri án þess að athygli fjölmiðla beinist að maga hennar. Er krónprinsessan ófrísk eða ekki ófrísk? Allt ætlaði um koll að keyra á Nóbelsverðlaunahátíðinni í Stokkhólmi í desember, en þá afþakkaði Viktoría vín með matnum. Veðmangarar snarlækkuðu vinningshlutfallið fyrir þá sem vildu veðja á þungun prinsessunnar, svo öruggt var talið að erfingi væri á leiðinni. En síðan þá hefur lítið gerst, fyrr en kannski nú. Sérfræðingur í málefnum hofsins gaf út fyrir skemmstu þá yfirlýsingu, sem hann sagði vera samkvæmt heimildum úr innsta hring, að nú væri von á erfingja hjá parinu. Aftur fór allt á hvolf hjá sænsku slúðurpressunni. En nú hefur upplýsingafulltrúi konungsfjölskyldunnar neitað þessari staðhæfingu.

Sænska þjóðin sem og slúðurpressan verða því enn um sinn að bíða með öndina í hálsinum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir