Misheppnuđ tilraun Norđur-Kóreumanna

Unha-3
Norður-Kórea skaut upp eldflauginni Unha-3 á ellefta tímanum í kvöld. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa greint frá því að eldflauginni var skotið upp kl. 07:39 að staðartíma. En búist hafði verið við að henni yrði skotið á föstudaginn eða n.k. mánudag.

Ekki er enn vitað um innihald eldflaugarinnar. En stjórnvöld eins og Suður-Kórea, Japan og Bandaríkin fylgjast grant með henni. Talið er að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi nú þegar sent flugvél til þess að fylgjast með eldflauginni og kanna hvers konar eldflaug Norður-Kóreu menn hafa skotið upp.

Stjórnvöld í Pyongyang halda því fram að tilgangur eldflaugaskotsins hafi verið að koma gervitungli á sporbraut jarðar. Leiðtogar heimsveldanna telja það ekki vera réttar upplýsingar. Þeir telja að tilganginn vera lið í þróun langdrægra eldflaugaskeyta sem geta borið kjarnodda.

UPPFÆRT KL. 00:01:
Á tólfta tímanum varð ljóst að eldflaugaskot Norður-Kóreumanna hafi misheppnast. Talið er að eldflaugin, Unha-3, hafi brotnað í lofti á fyrstu mínútunum. Erlend stjórnvöld líta á málið alvarlegum augum eftir ítrekaða beiðni um að Norður-Kórea hætti við fyrirætlun sína.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir