Eldsneyti fjarlćgt úr skemmtiferđaskipinu Costa Concordia

Mynd:. Guardian.co.uk

Búið er að fjarlægja eldsneyti úr skemmtiferðaskipinu Costa Concordia sem steytti á skeri fyrir utan strönd Ítalíu í janúar og marar þar hálft í kafi með gat á skrokknum.

Allt eldsneyti rúmlega 2,000 tonn hefur verið fjarlægt úr skemmtiferðaskipinu Costa Concordia, sem steytti á skeri fyrir utan Ítalíu 13. Janúar  2012. Um borð í skemmtiferðaskipinu voru 4,200 manns með farþegum og áhöfn, þrjátíu manns létust í slysinu og enn er tveggja saknað en þeir eru taldir af.

Óttast hafði verið að vatn á svæðinu gæti hafa mengast vegna leka úr flakinu. Skipstjórinn Francesco Schettino á yfir höfði sér ákæru um að hafa ollið slysinu, með því að stýra skemmtiferðaskipinu of nálægt landi en hann neitar ásökunum.

Unnið er að því að hreinsa sjóinn og umhverfið í kringum svæðið þar sem skipið liggur, áður en freistað verður þessa að lyfta skipinu og losa það af slysstað og er búist við að björgunarstarfið við að losa skipið taki hátt í ár.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir