Elizabeth Taylor að fara að gifta sig í níunda sinn

Jason Winters og Elizabeth Taylor
Leikkonan Elizabeth Taylor er trúlofuð umboðsmanninum Jason Winters en dagsetningin á brúðkaupinu hefur ekki verið sett. Þetta yrði níunda brúðkaup Taylor. Heimildamaður sagði við tímaritið USmagazine: "Það er ekkert leyndarmál að þau hafa verið saman mjög lengi og eru ástfangin, svo að það kæmi ekki á óvart ef þau væru trúlofuð. Þau eru ekki að segja neinum eins og er.

Winters, 49 ára, sem nýlega gerðist umboðsmaður Janet Jackson myndi vera áttundi eiginmaður hinnar 78 ára gömlu Taylor en hún giftist Richard Burton tvisvar.

Parið, sem hittist í gegnum Michael Jackson heitinn, hafa verið vinir í nokkur ár og fóru í frí saman til Hawaii árið 2007 ásamt vinnufélaga Winters, Erik Sterling.

Taylor lýsti Winters í viðtali við slúðurdálkahöfundinn Liz Smith sem einn dásamlegasta mann sem hún hefur kynnst. Leikkonan hefur verið einhleyp síðan hún skyldi við verkamanninn Larry Fortensky árið 1996.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir