Elsta kona heims látin

Eunice Sanborn. Mynd: mbl.is
Eunice Sanborn, sem var elsta kona heims, lést í gær á heimili sínu í Texas 115 ára að aldri. Hún hafði einungis verið elsta kona heims í innan við þrjá mánuði en hún tók við af nunnu frá Vestur-Indíum sem lést í byrjun nóvember 2010.

Samtök sem sérhæfa sig í því að sannreyna aldur háaldraðra höfðu skráð Eunice Sanborn sem 114 ára gamla en það var samkvæmt þjóðskrá Bandaríkjanna. Fjölskylda Eunice Sanborn segir að sú skráning hafi verið röng. Samkvæmt fjölskyldunni hefði Eunice Sanborn orðið 116 ára þann 20. júlí næstkomandi en hún var fædd árið 1895

Bessie Cooper frá Georgíu-fylki tekur við Eunice Sanborn sem elsta kona heims en hún fæddist 26. ágúst árið 1896.

Frétt tekin af mbl.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir