Elsta kona til ţess ađ fara í fallhlífastökk

Mary Hardison á leiđ í fallhlífastökk

Heimsmetabók Guinness  hefur staðfest að hin 101 árs gamla Mary Hardison frá Ogden, Utah í Bandaríkjunum sé elsta konan til þess að fara í tveggja manna fallhlífastökk.

Stökkið átti sér stað 1. September síðastliðin á 101 afmælisdegi Mary. Fjórar kynslóðir, allt frá börnum til lang-ömmubarna fylgdust spennt með þegar Mary tók stökkið. Það var hinn 75 ára gamli sonur hennar sem kveikti áhuga hennar fyrir fallhlífastökki en hann hafði nýlega tekið það upp sem áhugamál. Í viðtali við fréttastöð bæjarins sagðist hún ekki vilja að sonur sinn gerði eitthvað sem hún gæti ekki gert.            

Mary segir að þó maður sé gamall þurfi maður ekki að sitja á rassinum allan daginn og er ánægð með að vera hvatning fyrir aðra eldriborgara til að lifa lífinu.

Aðspurð hvernig henni hefði þótt stökkið svaraði hún: „Hvernig var það? Ég er tilbúin að fara aftur!“


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir