Elton John telur að Jesús hafi verið samkynhneigður

Elton John
Í viðtali við tímaritið US magazine segir Elton John að hann telji að Jesús hafi verið ofurgáfaður samkynhneigður maður. Einnig telur hann að hann hafi verið skilningsríkur og samúðarfullur.

Eftir að Elton John lét þessi orð falla var talað við presta í Bretlandi og voru þeir sammála honum varðandi þá kosti sem Elton John taldi Jesús bera, en varðandi kynhneigð hans, töldu þeir að fræðimenn ættu frekar að rýna í söguna, en gáfu að öðru leyti ekki út á það.

Ýmislegt kom fram í þessu viðtalið sem tekið var við Elton John, en þar talar hann um það hversu grimm mannskepnan geti verið. Í þessu samhengi nefndi hann aftur Jesús og segir að hann vilji að við séum skilningsrík og ástrík við hvort annað. Það séum við hins vegar ekki og nefnir hann þá nokkra fræga einstaklinga sem hafa verið myrtir og telur að það hafi verið vegna frægðar þeirra. Frægðin hafi lokkað geðsjúklinga að þeim og því sé hann sjálfur nú kominn með lífvörð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir