Emmy: Modern Family og Breaking Bad sjónvarpsþættir ársins

eonline.com

Emmy verðlaunin voru haldin í 65. skiptið síðastliðið sunnudagskvöld. Verðlaunin voru ekki sjónvörpuð í íslensku sjónvarpi í ár. Hátíðin fór fram í Nokia Theatre í Los Angeles, kynnir verðlaunanna var Neil Patrick Harris sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Barney Stinson  í How I Met your Mother.

Á Emmy verðlaununum eru sjónvarpsþættirnir vestans hafs verðlaunaðir. Þar koma saman allar helstu stjörnurnar í sínu fínasta pússi, og voru kjólarnir þeirra hver öðrum glæsilegri.

Modern Family var valinn besta gamanþátta serían fjórða árið í röð. Breaking Bad var svo valinn besti drama þátturinn. Bestu leikararnir voru Jim Parsons fyrir The Big Bang Theory en þetta eru þriðju Emmy verðlaunin hans fyrir þættina, og Jeff Daniels fyrir The Newsroom. Bestu leikkonurnar voru svo Julia Louis-Dreyfus fyrir Veep og Claire Danes fyrir Homeland en þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur verðlaun fyrir hlutverk sitt í Homeland.

Alla viningshafa Emmy verðlaunanna er hægt að nálgast hér.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir