Endurkoma hjá Michael Jackson

Söngvarinn, dansarinn og furðuveran Michael Jackson hyggst snúa til baka í tónlistarheiminn eins og fram kom á vísi.is um daginn.

 Jackson hefur ekki gefið út lag í 5 ár, en hann hann hefur verið upptekinn í málaferlum síðustu ár.

Hann ætlar að endurútgefa plötu sína Thriller, sem kom út árið 1982 og er enn í dag mest selda plata heims, mun platan heita Thriller 25 og mun koma út núna í byrjun febrúar. Þar hefur Jackson fengið aðra tónlistarmenn til liðs við sig, t.d. söngkonuna Fergie sem syngur með honum slagarann Beat it. Seinna í mánuðinum mun svo koma út plata með glænýjum lögum frá kappanum og ættu Jackson aðdáendur að geta glaðst yfir því.

Hver veit nema árið 2008 verði árið hans Michael Jacksons og mun mark nýtt upphaf hjá kappanum.

                                                

Michael Jackson Thriller Era Pictures

http://www.visir.is/article/20080128/LIFID01/80128038/-1/LIFID


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir