Heimskuleg ummæli um flóttafólk

Mynd: simonkneebone.com

Fréttavefurinn The Nation birti nýverið lista yfir heimskuleg ummæli sem háttsettir repúblikanar í Bandaríkjunum hafa látið út úr sér um flóttafólk.

Til að mynda líkti Ben Carson sem stefnir á forsetaframboð í Bandaríkjunum, flóttafólki við óða hunda. Hann sagði:

Ef óður hundur er hlaupandi um hverfið þitt, þá áttu varla von á neinu góðu frá honum. Líklega viltu koma börnum þínum í öruggt skjól.“

Ríkasti trúður heims, Donald Trump sem einnig vill verða forsetaefni Repúblikanaflokksins hélt því fram að þúsundir múslima í New Jersey hefðu fagnað ógurlega þegar Tvíburaturnarnir hrundu til jarðar 11. september 2001:

Donald Trump skopmynd„Ég fylgdist með því þegar World Trade Center hrundi til jarðar, og ég fylgdist með því þegar fagnaðarlæti brutust út á meðal þúsunda manna í Jersey borg í New Jersey fylki.“

Þessi og fleiri ummæli má lesa hér.

Landpósturinn tók hinsvegar saman vafasöm ummæli sem íslenskir áhrifamenn hafa látið út úr sér á opinberum vettvangi um málefni flóttafólks:

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í bloggfærslu:

„Ef við þurfum að taka við flóttafólki, þá ættum við að taka við vel menntuðu fólki, sem getur unnið fyrir sér og vill gera það, ekki ungum, atvinnulausum, ómenntuðum og herskáum körlum, sem munda farsímann í dag, en ef til vill eitthvað verra tæki annað á morgun.“

Og:

„Íslendingar geta ekki látið stríðan flóttamannastraum kaffæra það góða mannlíf, sem hér hefur sprottið þrátt fyrir myrkur og kulda, eld og ís. Þetta mannlíf okkar er viðkvæm jurt og þolir ekki mikinn ágang.“

Davíð Oddson í leiðara Morgunblaðsins 31. ágúst 2015:

Skopmyn Davíð Oddsson„Hér á landi fer engin umræða fram um ástæður flóttamannasprengjunnar. Eingöngu kjánaleg yfirboð og samkeppni um það hver sé snjallastur við að finna greiðustu leiðina til að sökkva Íslendingum á kaf í afleiðingar upplausnarinnar. Slík tilþrif hafa sést áður.“

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir um málefni hælisleitenda í kjölfar lekamálsins:

„Tel að það þurfi einfaldlega að breyta lögunum þannig að það sé ekki trúnaður um vinnugögn tengda hælisleitendum. Þá er allt uppi á borðunum og enginn leki. Píratar styðja þetta nú alveg pottþétt.“

Gústaf Níelsson sagnfræðingur um múslima og flóttamannavandann í síðdegisþætti Edithar Alvarsdóttur á Útvarpi Sögu:  

„Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að taka inn aðeins fleiri en þessa fimmtíu sem stjórnvöld höfðu þó ráðgert að taka við. Það mætti vel hugsa sér að taka mætti við örlítið fleiri en mér finnst að við ættum að velja þetta fólk af kostgæfni og ég myndi leggja til að við myndum t.d. bjóða hingað kannski sjötíu kristnum Sýrlendingum eða börnum sem hafa kannski misst foreldra sína í þessum skelfilegu átökum sem þarna eru, en við þurfum ekki að fylla hér landið af fólki af allt öðru sauðahúsi.“

Vigdís Hauksdóttir í fyrirspurn til innanríkisráðherra árið 2013:

„Hefur ráðherra skoðað þann möguleika að hælisleitendur sem framið hafa húsbrot hjá skipafélögunum beri ökklabönd sem sýni staðsetningu þeirra þannig að hægt sé að aðvara lögreglu ef þeir nálgast hafnarsvæði eða millilandaflugvelli á grunni 29. gr. laga nr. 96/2002?“

 

 Og að lokum Guðbergur Bergsson rithöfundur í pistli sínum í DV í september á þessu ári um samúð Íslendinga gagnvart flóttafólki frá Sýrlandi:

gollum„Samúðarhræsni fer um heiminn eftir að drukknaði drengurinn fannst í fjöruborðinu. Halda mætti að hvergi annars staðar væru börn, gamalmenni, karlar og konur að drukkna og deyja úr hungri eða sjúkdómum. Myndin af drengnum minnir á auglýsingu: Kaupið ykkur flóttafólk.“


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir