Gamlar íslenskar kímnisögur

http://tuningpp.com.forsearch.net/laughing-cartoon

Hér á eftir fara nokkrar skopsögur úr bókinni „Íslensk fyndni“ sem prentuđ var í Ísafoldarprensmiđju áriđ 1934. Gunnar Sigurđsson frá Selalćk safnađi sögunum og skráđi. Hann er einnig útgefandi bókarinnar.

Formálinn er ritađur í Reykjavík fyrir nákvćmlega 82 árum í dag; ţann 30. nóvember 1933.

Ţar segir höfundur međal annars:

„Ćtlun mín međ ţessu safni íslenzkra kímnisagna, er ađ leggja grundvöllinn ađ ţví, ađ eiga slíkar sagnir í sérstökum ritum. Međal erlendra menningarţjóđa tíđkast ţetta allsstađar, og eru slík rit jafnan vinsćl hjá almenningi. (...) ţađ er almennt viđurkennt, ađ mikiđ megi meta andlegan ţroska hverrar ţjóđar eftir ţví, á hverju stigi hún stendur á ţessu sviđi“.

Seinna í formála segir Gunnar: „Ţađ hefur hinsvegar einkennt Íslendinga, frá ţví ađ fyrst fara sögur af, ađ ţeir hafa allra ţjóđa verst ţolađ ađ fyndni og háđsyrđum vćri beitt viđ ţá. Ţetta er ađ finna svo ađ segja í öllum fornsögum vorum og til skamms tíma  hefur ţađ getađ komiđ heilum sveitum í uppnám ađ strákhnokki hefir kveđiđ kesknisvísu eđa uppnefnt mann“.

Dćmi hver fyrir sig hvort landsmenn séu ennţá svona hörundsárir á 21. öldinni  eins og ţeim er líst á fjórđa áratug síđustu aldar. En hér koma nokkrar sögur úr bókinni „Íslensk fyndni“.

Lögfrćđing sem mikiđ hafđi ađ hugsa, var sagt andlát föđur síns.

Varđ honum ţá ađ orđi:

„Ć, hvađa skrambi! Og ég sem ţurfti ađ tala viđ hann áđur!“

 

Davíđ Stefánsson bauđ Páli Ísólfssyni til sín norđur í land.

„Ég get ţađ ekki góđi, ég er bundinn bćđi á hornum og klaufum,

eđa réttara sagt bćđi lúđrasveitinni og nemendunum“, svarađi Páll.

 

Sigurţór bóndi var kćrđur fyrir ađ hafa svikiđ kćfu, er hann seldi

sem dilkakćfu, en reyndist blönduđ hrossakjöti. Eftir nokkurt stapp

viđ rannsóknardómarann  viđurkenndi hann ađ hafa blandađ kćfuna

til helminga. „Ţađ getur ekki veriđ rétt“, segir annar rannsóknardómarinn,

„ţví međ rannsókn er sannađ, ađ miklu meira er af hrossakjöti“.

Ţá segir Sigurţór: „Ég meina eitt lamb á móti einum hesti“.

 

Jakob gisti á bóndabć og var hann látinn sofa í svefnhúsi hjónanna,

andspćnis rúmi ţeirra. Húsfreyju leizt vel á gestinn og gaf honum hýrt

auga. Hún hafđi gert lummur um kvöldiđ, og lét hún diskinn, međ ţeim

á, í skáp er stóđ aftan viđ rúm ţeirra hjóna, og hafđi Jakob veđur af ţessu.

Ţegar allir voru háttađir segir konan viđ bóndann: „ Heyrđu. Ţađ er einhver

gauragangur frammi í fjósi. Blessađur farđu og gćttu ađ hvort bolinn

hefur ekki losnađ“. Bóndi skreyddist á fćtur og fór út í fjós. Ţegar hann var

komin fram fyrir, sneri konan sér ađ gestinum og hvíslađi: „Notađu nú tćkifćriđ!“

Jakob fór á fćtur, gekk ađ skápnum og át lummurnar.

 

Ţađ var endur fyrir löngu, ađ kona nokkur á Suđurlandi var kviksett, en ţađ

Varđ henni til lífs, ađ ţegar átti ađ jarđa hana, ráku líkmennirnir kistuna í

sáluhliđiđ, og konan raknađi viđ. Nokkrum árum síđar deyr konan, og eru

líkmennirnir ţeir sömu og áđur. Ţegar líkiđ er boriđ í kirkju, gengur bóndi

konunnar nćstur líkkistunni, eins og siđur er. Ţegar líkmennirnir koma ađ

sáluhliđinu segir bóndi: „ Blessađir fariđ ţiđ nú varlega piltar“.

 

Kona feitlagin og lágvaxin, međ mjög gilda fótleggi kom til lćknis og

segir: „Ó, góđi lćknir! Mér er svo vođalega illt í mjóaleggjunum.“

Lćknirinn virđir konuna fyrir sér og segir: „Nú, ég sé enga mjóaleggi.“

 

Smilie


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir