Flýtilyklar
Er réttlætisvitund samstíga lögum eða lög samstíga réttlætisvitund? - 1. hluti
Forsagan
Það vekur óneitanlega athygli þegar dæmt er í máli sem snýst um að fá laun fyrir vinnu sína greidd. Sérstaklega þegar slík mál tapast. Ekki var tekist á um hve há launin ættu að vera heldur hvort ætti að greiða launa eða ekki fyrir vinnu sem var sannanlega unnin þegar stéttarfélag viðkomandi starfsmanns hafði boðað verkfall en var ekki í verkfalli. Hér verður fjallað um hvernig málið lítur út frá sjónarhorni stéttarfélagsins og launagreiðandans.
Atburðarásin
Ljósmæðrafélag Íslands boðaði til verkfallsaðgerða og urðu verkfallsdaga allnokkrir. Félagið valdi að var með mýkjandi verkfall, þ.e.a.s. hafa verkföll í einstaka daga til að hafa minna lamandi áhrif á starfssemina en beina samt sem áður athygli á nauðsyn þess að kjör félagsmanna væru bætt. Víkjum nú frá vinnudeilunni sem slíkri, í dag er hún í raun í algjöru aukahlutverki og ekki með neinn texta.
Áhorfandi að þessa vinnudeilu hefði í einfeldni sinni haldið að þetta væri einfalt mál af hálfu deiluaðila að sýna framkomu í anda hugmyndafræði þjónandi forystu. Horfa fram á veginn og hafa það hugfast að þegar vinnudeilunni lýkur þá komi deiluaðilar til með að vinna saman áfram. Það flækti stöðuna að hluti félagsmanna Ljósmæðrafélagsins vinnur vaktavinnu sumir aðeins um helgar.
Við fyrstu sýn þá virðist einsýnt að starfsmenn sem vinna vaktavinnu samkvæmt fyrirfram ákveðnu vaktaplani munu fara misjafnlega mikið í verkfall við verkfallsaðgerðir að þessum toga. Þ.e.a.s. hlutfall þeirra í verkfallinu verður misjafnlega mikið. Þeir sem eiga vaktir alla verkfallsdagana munu skila minna vinnuframlagi en þeir sem eiga engar vaktir verkfallsdaga eða eru skikkaðir til að vinna þá. Gefum okkur þrjá starfsmenn X, Y og Z sem allir eru í 100% starfi samkvæmt vaktaplani og verkfall í 10 daga. Starfsmaður X átti að vinna alla verkfallsdagana og vinnuframlag/starfshlutfalla hans varð því 50%. Starfsmaður Y átti ekki að vinna neinn verkfallsdag og vinnuframlag/starfshlutfalla hans varð því 100%. Starfsmaður Z átti vinnuskyldu helming verkfallsdaganna og var skikkaður til að vinna þá daga og vinnuframlag/starfshlutfalla hans varð því 50% + 25% = 75%.
Þar sem vaktaplön þessarra einstaklinga liggur fyrir mánuði áður en til vinnu kemur hefði leikmaður á götunni talið augljóst hvernig launagreiðslum yrði háttað til þessarra starfmanna. Þ.e.a.s. starfmaður X fengi greitt samkvæmt starfshlutfalli sínu 100% en starfsmenn Y og Z fengju greitt 50% þar sem ekki liggur fyrir að starfsmaður Z sé skikkaður til að vinna í verkfallinu. Starfsmaður Z fær síðan 25% greidd næstu mánaðarmót á eftir þegar vinnuframlag/starfshlutfalla hans er ljóst. Höfum það í huga að þetta eru ekki starfsmenn sem vinna frá 9 – 17, fimm daga vikunnar heldur starfsmenn sem geta þurft að vinna hvaða sjö daga vikunnar sem er á hvaða tímum sólarhringsins sem er. Í þessu tilfelli fengu starfsmennirnir X, Y og Z aðeins greidd laun fyrir 50% vinnuframlag/starfshlutfall og síðan fékk starfsmaður Z 25% í viðbót vegna þeirra daga sem hann var skikkjaður til að vinna í verkfalli.
Af hálfu launagreiðandans þá leit málið þannig út að félagsmenn Ljósmæðrafélags Íslands væru í verkfalli þessa daga. Þarf af leiðandi væri um félagslega aðgerð af hálfu félagsins. Þess vegna yrðu allir félagsmenn að sitja við samborð. Ef við notum dæmið um starfsmennina hér að ofan, væri félagsmenn stéttarfélagsins í verkfalli í 50% af 100% starfshlutfalli. Samkvæmt lögum, fyrri dómum og vinnureglu vinnuveitanda, ætti ekki að mismuna starfsmönnum sem og að vinnudagar vikunnar væru aðeins fimm. Þar af leiðandi fengju þessir starfsmenn 50% laun og síðan fengi starfsmaður Z 25% til viðbótar fyrir þá daga sem hann var skikkaður til að vinna.
Er þessi aðferðafræði dæmi um rétta aðferð og líkleg til að leiða af sér góð og farsæl samskipti til framtíðar milli vinnuveitanda og starfsmanns? Er þetta dæmi um hugmyndafræði þjónandi forystu? Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Hér þarf að stíga varlega til jarðar. Til að útkljá þetta mál fór Ljósmæðrafélag Íslands með málið til félagsdóms.
Oddur Sigurðarson
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir