Sumardagurinn fyrsti nálgast

Davíð, Darri, Arnór og Mikael
Samkvæmt dagatalinu nálgast sumardagurinn fyrsti óðfluga, en þegar litið er út um gluggann þá er ekki hægt að segja að það sé mjög vorlegt eða sumarlegt úti. Fréttamaður á Landpóstinum hitti fjóra hressa 6-8 ára stráka og spurði þá hvort það væri ekki kominn einhver vorhugur í þá og hvað þeir ætluðu að gera í sumar.

 

Þetta voru þeir Darri Rúnarsson, Arnór Gjúki Jónsson, Davíð og Mikael Matthíassynir. Darri var fyrstu til að svara og sagði að hann myndi gera eitthvað með fjölskyldu sinni, fara til Patreksfjarðar en ekkert til útlanda þegar skólinn yrði búin. Arnór sagði að hann væri nýbúin að eignast bróður svo að hans fjölskylda færi ekki til útlanda en hann myndi örugglega fara til Reykjavíkur í sumar. Davíð og Mikael eru bræður, þeir sögðust  báðir ætla að hoppa á trampólíninu sínu í sumar og ferðast um landið í hjólhýsinu sem þeir ættu.

Allir voru strákarnir sammála um það að sumarið hlyti að fara að koma, snjórinn færi örugglega að bráðna og grasið að koma í ljós.

 

Mynd: Erla Jóhannesdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir