Netræða bandaríkjaforseta

Barack Obama, forseti bandaríkjanna, boðar margt nýtt. Þar á meðal er "nútímavæðing" samskipta Hvíta hússins við almenning.  Starfsmenn Hvíta hússins blogga og forsetinn sjálfur gefur út vikuleg vídeó þar sem hann fer yfir það helsta í starfi sínu.


Obama er ekki einn leiðtoga að notfæra sér nútíma tækni til að hafa samband við almenninginn, bæði Vatíkanið og Breska konungsfjölskyldan hafa svokallaðar "youtube" stöðvar þar sem birt er ýmist efni. Hans mun þó líklega verða beinskeittara en skipting hallar varðanna sem er fyrsta myndbandið á síðu drottningarinnar.

Í þessarri fyrstu netræðu sinni sem forseti talar hann um hvernig stjórnin ætlar að bjarga efnahaginum. 

Áætlun hans er mjög framsækin og hafa republikanar gagnrýnt hana sem eyðslu. Það má þó segja að hann ætli að byggja upp grunninn: Setja peninga í menntun og heilbrigðiskerfið sem hefur lengi verið á hallandi fæti þar í bæ.

Barack Obama boðar líka "opnari" fjárfestingar, mun hann gera það með síðunni recovery.gov þar sem hægt verður að fylgjast með í hvað peningarnir fara. Segir hann einnig að horft verði með gagnrýnni hugsun á í hvað er eytt, og ef einhvað er ekki að gera sig muni því vera slept og fjármunir færðir í einhvað annað.

Spennandi verður að fylgjast með hvernig það muni ganga, bæði fjárhagsáætlunin og nútímavæðingin.

Sjá má útsendinguna hér ásamt því að lesa hvað hann segir. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir