Bandaríkin gjaldþrota?

Peninga vaxa víst ekki á trjánum
Skuldasöfnun Bandaríkjana hefur verið með eindæmum stórkostleg. Skuldir ríkisins eru hærri en gross domestic product(GDP) alls heimsins.

65,5 trilljónir dala (65 500 000 000 000) samsvarar 7532,5 trilljónum króna (7 532 500 000 000 000) á núverandi gengi. Þetta eru stjarnfræðilegar tölur en engu að síður þá er þetta skuldastaða þeirra í dag.

Í síðustu viku barði Barak Obama í gegnum þingið 800 miljarða dala innspýtingu í hagkerfið. Það á að auka atvinnu og framleiðslu í ríkinu. En dugar það til?

Þessi innspýting er bæting ofan á fjárgjöf Seðlabankans upp á 700 milljarða dala til styrktar fjármálafyrirtækja í landinu. Það vita fáir hvað varð af þeim pening. Hann hefur líklega sogast niður í svarthol fjármálageirans og leysts upp í sameindir í vösum þeirra sem ráða.

Nú verður Seðlabanki Bandaríkjanna að prenta fleiri seðla án undirstöðu til að geta borgað niður skuldirnar. En það leiðir einungis af sér óðaverðbólgu og á endanum algert hrun á gengi dollarans.

Eru þetta drög að hruni öflugasta heimsveldis sögunnar?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir