Tölvukubbur græddur í heilann

Þessum hjólastól er stjórnað af heilabylgjum
Hvern hefur ekki dreymt um að þurfa einungis að hugsa til að láta tölvuna framkvæma. Sleppa því að þurfa að pikka á lyklaborðið til að kalla fram orð eða vera laus við að teygja sig eftir fjarstýringunni ef það þarf að skipta um stöð, hækka eða lækka.

Nú ætlar örgjörvaframleiðandinn Intel að fara að græða kubb í heila viðskiptavina sinna. Með þessu þá ætla þeir að viðskiptavinirnir geti stjórnað tölvum og tækjum án þess að þurfa að hreyfa einn einasta vöðva.

Intel telja að margir væru tilbúnir í að fá tölvukubb græddan í heilann svo að þeir losni við að þurfa lyklaborð eða mýs til að stjórna tölvunum. Hugsanirnar einar og sér væru alveg nóg. Ígræðslan gæti einnig nýst til að stjórna tækjum eins og farsímum, sjónvörpum og DVD spilurum.

Þessir Kubbar eru nú þegar í hönnun á rannsóknarstofu Intel. Heilaskynjunar kubbarnir eru ekki tilbúnir, en menn þar á bæ telja að það sé stutt í að þeir verði klárir.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir