Bryndís Rún - Íþróttamaður Akureyrar

Bryndís Rún

Síðastliðinn miðvikudag greindi landpósturinn frá kjöri íþróttamanns Akureyrar. Það kom fáum á óvart að hin efnilega sundkona Óðins, Bryndís Rún hafi orðið fyrir valinu. Hún var einnig kjörinn sundmaður Akureyrar á uppskeruhátíð Óðins deginum áður. Landpósturinn hafði samband við þessa efnilegu sunddrottingu og lagði fyrir hana nokkrar skemmtilegar spurningar.

Bryndís Rún sem er aðeins 17 ára er ein af sterkustu sundmönnum landsins. Á síðasta ári vann hún til þriggja Íslandsmeistaratitla auk þess að vera tvöfaldur Íslandsmethafi og handhafi að 52 Akureyrametum í kvenna-, stúlkna-, telpna- og meyjaflokki. Jafnframt varð hún fimmfaldur meistari á Aldursflokkameistarmóti Íslands. Hún keppti á þremur alþjóða mótum erlendis og vann þar til verðlauna, þar af komst hún í úrslit á Evrópumeistarmóti unglinga annað árið í röð. Það má teljast glæsilegur árangur því aðeins hefur ein önnur íslensk stúlka synt til úrslita á því móti.

Nafn: Bryndís Rún Hansen
Aldur: 17 ári
Í hvaða skóla ertu? MA
Uppáhaldshljómsveit? Engin sérstök
Uppáhaldsmatur? Kjúklingabringur
Uppáhaldsbíómynd? Ísöld 3
Hversu lengi hefurðu haft áhuga á sundi? Frá því ég man eftir mér
Hvað ertu búinn að vera að æfa sundið lengi? Ég er búinn að vera að æfa bráðum í 12 ár
Einhverjar sérstakar greinar sem þú leggur áherslu á? Ég legg áherslur á flugsund og fjórsund en það breytist oft því að í fjórsundi eru öll sundin og því æfi ég þau öll
Hefuru sótt mörg sundmót síðan þú byrjaðir að æfa? Að meðaltali 10 á ári
Hvernig finnst þér staðið að sundi sem íþróttagrein á Íslandi? Mætti vera betra miðað við sund íþróttina erlendis
Mætti fjalla meira um sundið? Já svo að fleiri vissu meira, sund er mjög vanmetin íþrótt.
Kom það þér á óvart að vera valinn íþróttamaður Akureyrar? Já frekar, en ég gerði mér vonir.
Hvað hugsaðir þú þegar þú heyrðir nafnið þitt? ég?.. úú
Helsta fyrirmynd? Engin sérstakur en ég lít mikið upp til annarra sundmanna erlendis sem eru að gera vel.
Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?
-Vakna klukkan 5 og fer á morgunæfingu,
-heim að borða. skóli frá 8 til 3-4,
æfing frá hálf 6 - hálf 8 og reyni þá að vera búin með heimanám.(auk þrekæfinga 3 í viku)
Hversu oft æfiru á dag? 2-3
Þegar maður æfir sund, er maður þá á einhverju sérstöku matarræði? Nei engu sérstöku matarræði, en þegar æft er svona mikið þá ættu sundmenn að pæla meira i því.
Hvað telur þú að þurfi til þess að verða afreksmaður í dag? Að setja íþróttina í forgang og æfa eins mikið og hægt er.
Hvert er stefnan í framtíðinni? Stórmót í útlöndum

Við þökkum Bryndísi Rún fyrir spjallið og óskum henni innilega til hamingju með titillinn!
Verðum spennandi að fylgjast með þessari metnaðarfullu stúlku í framtíðinni enda er hún ein af okkar efnilegustu íþróttamönnum.

Ester Ósk Árnadóttir.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir