Heimsókn til ömmu

Mig hefur alltaf langað til þess að læra prjóna eitthvað annað heldur en trefil og ákvað ég því einn daginn að rölta niður í Rúmfatalager til þess að kaupa mér garn og prjóna. Ég treysti mér ekki alveg í að prjóna peysu á sjálfa mig þannig að ég fékk uppskrift hjá vinkonu minni af smábarnapeysu. Því næst settist ég niður með uppskriftina, ég las og reyndi að skilja en skildi ekki neitt, ekki neitt. Ég velti því fyrir mér þarna hvort ég ætti ekki bara að sleppa þessu, get bara lært þetta þegar ég er orðin gömul og hef nógan tíma í svona dúllerí. En þó svo ég sé óþolinmóð er ég líka þrjósk, ég henti því uppskriftinni aftur ofan í pokann með garninu og prjónunum og hélt á leið til ömmu. 

Ég átti semsagt að fitja upp á hundrað sextíu og sjö lykkjur, allt í lagi það ætti ekki að vera svo erfitt. Annað kom þó í ljós. Ég fitjaði lykkjurnar svo fast upp á prjóninn að það var ekki nokkur leiða að prjóna þær, einnig var ég líka alltaf að ruglast í talningunni en það gerði mig rauða í framan. Eftir sex tilraunir, sem áttu sér þó stað á nokkrum dögum þar sem ég varð alltaf svo reiða þegar mér mistókst að ég henti prjónunum aftur ofan í pokann þá var boðist til þessa að fitja upp fyrir mig, ég þáði það með þökkum. 

Eftir að hafa prjónað 3cm, alltaf til skiptis eina slétta lykkju og eina snúna lykkju var ég komin með stroff á peysuna, jibbý. Ég sagði við ömmu að ég yrði svo þreytt á að prjóna. Hún horfði á mig steinhissa og sagði að fyrir sér væri prjónaskapur afslöppun, það var við þessi orð sem ég fattaði að ég þyrfti greinilega að fara herða mig upp. Sjáiðitil, amma er nefnilega 82. ára, hún þurfti að nota ljóslampa með stækkunargleri þegar hún hjápaði mér við prjónaskapinn en henni til varnar var þetta mjög þunnt garn og það var svart á litinn. En hún var einnig mjög hneyksluð á mér að hafa peysuna svarta, hún sagði við mig “byrjendur eiga aldrei að prjóna með svörtu og hver klæðir líka smábarn í svart?” ég leit hinsvegar jákvæðum augum á svarta litinn því enginn myndi þá taka eftir byrjendamistökum mínum sem í dag þekja peysuna alla. Ég er að leggja lokahönd á peysuna núna, á bara eftir að festa tölurnar á, en ég byrjaði á peysunni í september í fyrra. Prjónarnir eru komnir ofan í pokann aftur og verða ekkert teknir upp á næstunni.

Þórdís Ellen Rögnvaldsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir