Spenna í Skólahreysti

Mikill fjöldi var á keppninni
Fréttamaður landpóstsins kíkti í íþróttahöllina í gær en þar var Skólahreysti, keppni fyrir grunnskóla í fullum gangi. Ég tók púlsinn á keppendum, Andrési frumkvöðli keppninnar og Jónsa sem er kynnir Skólahreystis.
Þegar ég kom upp í höll hafði fyrri riðilinn nýlokið keppni þar sem Dalvíkurskóli fór með sigur á hólmi eftir mjög jafna og spennandi keppni. Tímasetningin hjá mér var því ekki sú besta, fáir voru í höllinni og aðeins keppendur mætir fyrir næsta riðill. Ég náði þó spjalli við þrjár hressar stúlkur sem voru að fara taka þátt, þær Álfhildi, Söndru og Snjólaugu fyrir hönd Giljaskóla. Þær voru allar mjög spenntar fyrir því að vera að fara að keppa, en þetta var annað árið í röð sem þær taka þátt. „Við erum samt mjög stressaðar“ bæti Sandra við, hún sagði að húsið ætti eftir að fyllast af fólki og það væri mikill stemmning fyrir keppninni, „ þau mæta máluð, með spjöld, trommur og lúðra til að hvetja liðið sitt áfram, það vilja allir vinna og komast í úrslit.“ Ég spyr þær hver sé sigurstranglegastur af skólunum, „ég veit það ekki, í fyrra lentum við í þriðja sæti og fengum ostakörfu og medalíu og við erum betri núna.“ Ég óskaði þessum hressum stelpum góðs gengis í keppninni og hélt áfram að rölta um íþróttahöllinni sem var nánast óþekkjanleg eftir innrás Skólahreystis en gaman var að sjá höllina svona lifandi.
            
Þær Snjólaug, Sara og Álfhildur.

Þrátt fyrir annríki hjá Andrés var hann meira en tilbúinn að spjalla við mig um keppnina. Það mátti heyra á honum að hann var kampakátur með bæði keppnina og keppendur í ár. „Hér er allt að þróast í jákvæða átt, árangurinn er alltaf að batna og það er alltaf að fjölga keppendum. Í ár taka 120 skólar þátt sem er rétt um 90% af skólum landsins.“ Ég spurði hann út í það hvað hann teldi vera ástæða þess að árangurinn væri að batna hjá krökkunum. „Það er nú bara þannig að krakkar eru að byrja að æfa fyrr fyrir þetta. Ég hef heyrt í foreldrum sem eiga börn á aldrinum 5 – 8 ára og þau eru farinn að hreyfa sig og borða hollan mat af því að þeim langar að taka þátt í Skólahreysti. Einnig eru íþróttakennararnir farnir að stimpla meira inn á Skólahreysti í tímum hjá sér sem er ekkert nema frábært og virðist vekja áhuga hjá krökkunum. Krakkarnir sem eru að koma inn núna eru sterkari en þau sem voru hér fyrst, þau hafa verið að æfa sig og það sést vel á árangrinum. Metið í armbeygjum núna er 95 sem er stórkostlegur árangur enda meðaltalið um 26 armbeygjur.“ „Það má segja að stemmning sé að þróast, áhuginn verður meiri með árunum, bæði hjá keppendum og aðstandendum þeirra. Keppnisskapið er alltaf að verða meira hjá krökkunum og keppnin verður jafnari með árunum.“ Ég spurði hann þá út í það hvort að keppnin ætti eftir að stækka í framtíðinni, „Það er ekki spurning, áhuginn er allavega til staðar. Það er líka mjög jákvætt að geta haft þetta í sjónvarpinu, mikill auglýsing fyrir okkur. Í ár ætlum við líka að hafa þetta persónulegra, í þáttunum  heimsækjum við þátttakendur í heimahús og kynnumst þeim, þannig keppnin mun verða persónulegri og jafnvel enn skemmtilegri.“ Að lokum hafði Andrés þetta að segja „Að taka þátt í keppninni er stæðsti sigurinn. Það þarf mikið hugrekki til að þora þessu.“

      


Það styttist í það að í seinni riðillinn færi af stað og húsið var að troðfyllast, fá sæti voru laus og margir þurftu að standa. Kynning á brautinni var í gangi og var verið að útskýra fyrir krökkunum brautina, sem mér fannst mjög flott og hvetjandi fyrir þau. Fjörkálfurinn Jónsi úr hljómsveitinni Í Svörtum Fötum sá um að byggja upp stemmning bæði hjá keppendum og áhorfendum með gríni og glensi. Ég fékk hann aðeins til að setjast niður með mér eftir að hann hafði sýnt listir sínar í kaðli. „Mér finnst þetta alveg æðislega gaman, að fá að vera hérna ár eftir ár er bara frábært.“ Ég spurði hann út í það hvort hann sæi mikla breytingu á keppendum frá því þegar keppnin var að byrja og núna. „Já ekki spurning. Þróunin er frábær, gaman að sjá hvað krakkar eru orðnir duglegir og keppnin verður alltaf jafnari, það gerir þetta ennþá skemmtilegra. Það er stimplað inn á þetta í íþróttakennslunni sem er gott, það gerir íþróttakennaranna líka meira áberandi og starfið þeirra sem slíkt ekki eins vanmetið og oft áður. Íþróttakennslan er líka gjörbreytt, kennararnir stimpla meira inn á keppnina og t.a.m mæta keppendur stundum hálf átta í skólann á morgnanna til að fara í aukatíma fyrir Skólahreysti, í sumum skólum er þetta orðin valáfangi.“ Ég fer þá að tala um að það liggi við að maður öfundi krakkanna sem fá að taka þátt, hefði ekki verið leiðinlegt að vera hluti af þessu þegar maður var í grunnskóla. „Já þetta er einmitt keppnin sem ég hefði geta tekið þátt í og óskaði að hún hefði verið til þegar ég var ungur. Ég gat lítið í boltaíþróttum þegar ég var yngri og var einn af þessum sem var alltaf valinn síðastur. Mér finnst alltof mikið stimplað inn á boltaíþróttir og krakkar sem eru í öðrum íþróttum eins og sundi eða jaðarsporti fá ekki að njóta sín eins mikið í leikfimi eins og þeir sem eru flinkir með bolta. Þess vegna er þessi keppni svo frábær, hér geta allir tekið þátt og náð árangri. Hér geta sveitkrakkar sýnt hvað í þeim býr, einmitt gaman að segja frá því að pínulítill skóli af Austurlandi, Breiðdalshreppur lentu í þriðja sæti fyrir austan, ótrúlega öflugir krakkar.“ Nú var heldur betur farið að styttast í keppnina og allt að verða brjálað í húsinu, þannig Jónsi þurfti að stökkva á míkrófóninn og gera það sem honum einum er lagið.
             

Umgjörðin fyrir keppnina er alveg frábær, krakkarnir fá að njóta sín og læra ýmislegt á þessu. Það er gaman að sjá hvað allir skólar eru tilbúnir að vera með. Trommur, flautur og margskonar spjöld mátti sjá út um alla höllina þegar áhorfendur hvöttu sinn skóla til dáða. Stemmningin í höllinni var gríðaleg og keppnisskapið mikið. Keppnin sjálf var rosalega skemmtileg og jöfn, gaman að sjá hvað krakkarnir eru rosalega dugleg.
Það má svo til gamans geta að þær Álfhildur, Sandra og Snjólaug og þeirra skóli báru sigur úr bítum í seinni riðlinum.
Dalvíkurskóli og Giljaskóli eru því á leið í úrslitin fyrir sunnan.
Hægt verður að fylgjast með þáttunum í Sjónvarpinu á fimmtudögum rétt eftir fréttir í apríl, úrslitin verða síðan í beinni útsendingu í lok apríl.

Hægt er að kynna sér Skólahreysti betur á heimasíðunni þeirri skolahreysti.isEster Ósk Árnadóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir