Tvífari Silvíu Nætur fallin úr keppni

Amanda Overmyer
Amanda Overmyer, tvífari Silvíu nætur, datt úr keppni Amerikan Idol eftir að hafa sungið Back in the U.S.S.R. með Bíttlunum. Sagt er að rokkgellan hafi ekki náð að flytja lagið á sannfærandi hátt enda passi þessi stíll henni ekki. Segir á vef MTV.


 

Í viðtali við MTV virðist 23 ára hjúkrunarkonan frá Indiana vera nokkuð sátt við þátttöku sína í keppninni, það kom henni þó ekki á óvart að hún væri send burt. Þrátt fyrir það er hún staðráðin í að láta draum sinn um að verða söngkona rætast.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir