Enn um hlutdrægni í málfari fjölmiðla

Það virðist vera nokkuð algengt núorðið að fjölmiðlarnir leyfi sér, hvort sem það er vísvitandi eða ekki, að nota málfar sem greinilega á ekki við í miðli sem á að kallast óhlutdrægur. Ég rakst nú síðast á þessa frétt á Vísi.is. Fréttin fjallar um það að Björgólfsfeðgar ætli að kæra Ársæl Snorrason fyrir að hafa ekki borgað húsaleiguna sína.

Fyrir utan það að vera algjör ekki frétt þá er sérstaklega tekið fram í fréttinni að Ársæll hafi verið dæmdur fyrir fíkiefnasmygl á síðasta ári og er fyrirsögn fréttarinnar eftirfarandi - Björgólfsfeðgar í mál við dæmdan dópsmyglara.

Hugsanlega er verið að bæta þessu við til gera annars afar óáhugaverða frétt aðeins meira spennandi en ég fæ það persónulega á tilfinninguna að verið sé þjóna hagsmunum Björgólfsfeðga, hvort sem það er viljandi eður ei.

Svo virðist sem mál Ársæls eigi enn eftir að fara fyrir rétt og tel ég að hann, burtséð frá öllum fyrri brotum, eigi að fá sanngjarna meðferð mála bæði fyrir dómsrétti sem almenningsrétti.

  Pistlahöfundur - Jakob Regin Eðvarðsson

 

 

Mynd fengin fengin af Vísi.is

 


 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir