Epsom salt skrúbb á tæpan 6.000 krónur ? Nei takk

Epsom salt
Mér finnst nauðsynlegt að eiga alltaf Epsom salt við baðið hjá mér.

Ég byrjaði að nota það eftir að ég las að Heidi Klum notaði ávallt saltið þegar hún var útþanin og haft var eftir öðrum stjörnum að þær notuðu saltið til að losna við bjúg og ná slökun í vöðvum eftir erfiða daga. Þar sem ég veit að heilt kíló kostar örfá hundrað karla í heilsuhúsinu þá finnst mér ekki sanngjarnlega verðlagt Epsom líkams skrúbbmeðferðir í heilsulindum landsins. Epsom salt og olía skrúbbuð á líkamann þinn sem tekur um 25 mínútur kostar til dæmis hjá Laugar spa rétt tæpar 6000 krónur, aðal smurningin sem ég sé í því er á verðinu.

Þegar Epsom salt varð vinsælt á Íslandi þá hækkaði það örlítið út í búð en þrátt fyrir það er ekki annað hægt en að blöskra þegar maður sér þessa álagningu. Hinsvegar er ég mjög fylgjandi náttúrulegum snyrtivörum og nota Epsom saltið í andlitsskrúbb, hárnæringu, mikið í baðið og jafnvel hægt að taka í inntöku við hreinsun á líkamanum. Þá er blandað  epsom-salti út í heitt vatn, sítrónusafa og ólífuolíu, drykkurinn er síðan látinn kólna örlítið áður en hann er drukkinn. Fyrir utan fegurðarráð þá eru í saltinu um 300 ensím sem er erfitt í dag að fá úr fæðunni  og þessi ensím hjálpa vöðvum líkamans að virka vel og hafa góð áhrif á orku líkamans. Við stress getur magnesíum virkað róandi, lækkað blóðþrýsting og einnig  getur það bætt svefn og aukið orku. Hér fyrir neðan set ég nokkur góð frá heilsuhúsinu og hvet ykkur til að prufa sjálf en síðan er líka hægt að kaupa saltið, blanda saman uppáhaldsilmolíunum og nuddolíu og þá erum við komin með gott og ódýrt baðsalt sem gjöf handa þeim sem okkur þykir vænt um.

Hér koma nokkur góð ráð frá heilsuhúsinu :

Til slökunar:Notið 2 bolla af Epsom salti í

baðið. Liggið í baði i að minnsta kosti 12 mínútur   

þrisvar í viku.

  Fyrir andlitið:Notið 1/2 tsk af Epsom salti í

hreinsikremið eða mjólkina ykkar. Berið vandlega

á andlitið og hreinsið af með köldu vatni.


  Spa meðferð:Eftir sturtu, nuddið líkamann

hátt og lágt með handfylli af Epsom salti yfir

blautan líkamann. Þetta er í raun sama meðferð

og hægt er að fá í rándýrum heilsulindum.


Heimildir:
tua.is
laugarspa.is
heilsuhusid.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir