Er Akureyri fullgildur skólabær?

Háskólinn á Akureyri.
Akureyri býður upp á fjölbreytt mannlíf. Þar er að finna alla þá þjónustu, menningu og afþreyingu sem góðu bæjarfélagi sæmir. Kannanir á viðhorfum íbúa sýna að þeir eru ánægðir með bæinn sinn og skólakerfið. Akureyri er eini þéttbýliskjarninn utan höfuðborgarsvæðisins sem býður upp á öll skólastig.

Háskólinn á Akureyri (HA) hefur verið í miklum vexti undanfarin ár og starfa þar um 190 manns. Fram kemur á vefsíðu Háskólans að síðastliðið skólaár, 2011–2012, voru nemendur 1784 talsins. Þar af voru karlar 463 og konur 1321, eða um  74% nemenda. Háskólinn er því einn af stærstu vinnustöðum bæjarins og áhrifa hans gætir langt út fyrir bæjarmörkin. Brautskráningar HA frá upphafi eru orðnar 4.140

Fjöldi fólks kemur til bæjarins til að stunda nám, hvort sem það sest að eftir námið eða ekki. Unga fólkið segir Háskólann hafa góð áhrif á skemmtanalíf bæjarins, og nefndi einn viðmælandi að jafnframt myndi skólinn hjálpa til við að halda heimamönnum á Norðurlandinu. Mikið fjármagn myndast í kringum Háskólann í bænum. Búið er að byggja stúdentagarða þar sem nemendur Háskólans leigja íbúðir á mun lægra verði en á almennum leigumarkaði. Með tilkomu stúdentagarðanna jukust einnig atvinnutækifæri á svæðinu. Vinnuafl þurfti við byggingu þeirra og við umsjón þeirra. Langtíma leigusamningar er gerðir við nemendur til að minnsta kosti þriggja ára. Húsnæði stúdenta er vel staðsett í bænum þar sem stutt er í alla þjónustu, verslun, umönnun barna og er skólinn sjálfur alltaf í göngufæri.

Dr. Hermann Óskarsson, dósent við Háskólann á Akureyri segir þýðingu Háskólans fyrir bæjarfélagið vera mikla og hefur hann skilað hæfum kandídötum út í þjóðlífið. Kannanir Háskólans sýna að um 80% nemenda eiga lögheimili utan suðvesturhornsins þegar þeir hefja nám og um 70% brautskráðra kandídata fara til starfa á landsbyggðinni. Háskólinn á þannig stóran þátt í að hækka menntunarstig íbúa á Akureyri og á landsbyggðinni. Þetta er í samræmi við þær væntingar sem upphaflega voru gerðar til Háskólans og undirstrikar mikilvægi þess að framtíð hans sé traust. Það er ekki síst fyrir tilstuðlan fjarkennslu Háskólans sem ætlunarverk hans hefur tekist á umliðnum árum. Fjarnámið hefur aukið námsmöguleika fólks, ekki síst á landsbyggðinni, og vonir eru bundnar við að það muni eflast enn frekar í framtíðinni.

Á hverju misseri fara fram námslotur hjá öllum deildum Háskólans á Akureyri og hjá flestum deildum oftar en einu sinni. Loturnar fara fram á Akureyri og er ætlast til þess að fjarnemar sæki þær jafnt sem staðnemar. Á þessum tíma að koma fleiri nemar til staðarins. Snæbjörn Sigurðsson rekur sumarhúsaleigu í Eyjafirði. Hann segir talsverða eftirspurn vera eftir húsnæði til gistingar meðan á lotunum stendur. Sér til stuðnings nefnir hann að honum hafi borist á annan tug hringinga frá fjarnemum sem hann hafi þurft að vísa annað. Hann segir fólk almennt ekki gera sér grein fyrir hversu mikil eftirspurnin sé, og hversu nauðsynlegt það sé að bóka með miklum fyrirvara.

„Það er ekki nóg að vera með háskóla í bænum heldur þarf líka að skapa atvinnu fyrir fólkið sem er í háskóla. Það er ekki nóg að titla bæinn sem háskólabæ ef það er ekki vinnu að hafa fyrir fólk þegar það útskrifast þá er þetta hálf tilgangslaust. Við fáum fullt af fólki í bæinn í 3-5 ár í einu en svo fara allir eftir nám því enga vinnu er að hafa hér í bæ,“ segir Helgi Freyr 26 ára háskólanemi. Elísabet Guðbjartsdóttir 72 ára segir Háskólann hafa gífurlega innspýtingu í bæjarlífið. Á Akureyri flytji fullt af fólki til að læra. Sumir fari en aðrir ekki. Hún segist verða vör við að fólk flytji til bæjarins eingöngu vegna Háskólans.
Snæbjörn Ingi 6 ára segir að ef ekki væri fyrir Háskólann á Akureyri þá þyrfti hann að flytja með mömmu sinni til Reykjavíkur. Aðrir viðmælendur voru á þeirri skoðun að HA skipti sköpum fyrir atvinnulíf Eyjafjarðar og landsbyggðarinnar. Almennt telja íbúar að fólk setjist frekar að eftir nám í Háskólanum. Helgi Sveinbjörn Jóhannsson sagði að Háskólinn hefði góða áhrif á samfélagið með tilliti til spekisöfnunar.

Þrátt fyrir mikla fjölgun fólks yfir loturnar virðist aðsókn í verslun og þjónustu ekki vera áberandi hjá rekstraraðilum. Elva Sigurðardóttir, eigandi skyndibitastaðarins DJ-Grill á Akureyri, segist aðeins verða vör við fjarnemendur þegar þeir koma í lotur, en það sé þó aðallega vegna fyrirspurna frá þeim um tilboð fyrir nema eða hvert þeir eigi að leita ef þá langar að kynnast bæjarlífinu nánar. Svipaða sögu má segja af verslunareiganda á staðnum. Hann segist ekki verða var við neinn mun, en tekur þó jafnframt fram að erfitt sé fyrir sig að segja til um það þar sem hann hafi aldrei vitað af lotunum. Hann bendir á að nemendafélög ættu að leita eftir tilboðum á meðan á lotum stendur.

Hermann segir fleiri verðmæti streyma til Akureyrar og landsbyggðarinnar fyrir tilstuðlan Háskólans á Akureyri en mannauð og menntun. Árið 2005 var gerð úttekt á áætluðu fjárstreymi inn í eyfirskt samfélag af völdum Háskólans. Úttektin leiddi í ljós að gera mætti
ráð fyrir að vegna HA hefði komið inn í eyfirskt hagkerfi 1.506 m.kr. meira árið 2005 heldur en ef enginn háskóli hefði verið í firðinum.

Á vefsíðu Háskólans kemur fram að skólinn á marga samstarfsaðila og lögð er áhersla á að nýta þá sérþekkingu sem er til staðar í öðrum stofnunum. Sérfræðingar stofnana og fyrirtækja sjá um umtalsverða kennslu. Sem dæmi má nefna Hafrannsóknarstofnun þar sem Háskólinn kemur að
rannsóknarverkefnum. Útibúið er tengiliður stofnunarinnar við sjávarútveginn á Norðurlandi. Í auðlindadeild er hafin undirbúningsvinna við að koma á líftæknineti í auðlindanýtingu. Verkefnið er samstarfsverkefni fjögurra ráðuneyta; iðnaðar,- menntamála,- atvinnuvega- og nýsköpunarmálaráðuneyta. Einnig koma fjölmörg fyrirtæki á Norðurlandi  að rannsóknarvinnu í samstarfi við Háskólann.

Ágúst Ólafsson hjá svæðisstöð Ríkisútvarpsins á Akureyri segir Háskólann hafa gríðarleg áhrif á bæinn sem samfélag. ,,Við Háskólann starfa margir álitsgjafar sem við leitum gjarnan til í fréttum og dagskrárgerð. Þetta er fólk sem býr yfir þekkingu sem nýtist okkur í okkar vinnu.“ segir Ágúst og leggur þar áherslu á þekkingarverðmætin sem skapast innan Háskólans á Akureyri.

Nemendur: 
Ari Brynjólfsson - 1710893609
Hörður Þórhallsson - 0903892119
Ingibjörg Benediktsdóttir - 2010763749
Karolína Árnadóttir - 1006913029
Sigríður Elísabet Stefánsdóttir - 2405863479


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir