Er hægt að brjóta uppá hversdagsleikann

Hver kannast ekki við gráan hversdagsleikann? Að leiðast, það er ekkert um að vera, ekkert að gera, ekkert spennandi. 

Eftir ákveðinn tíma á sama stað lifum við í rútínu og erum hætt að taka eftir umhverfinu okkar. Við erum hætt að opna augun og eyrun fyrir hlutum sem eru í kringum okkur. Það er orðið of auðvelt að hlaupa burt frá hversdagsleikanum og njóta þess að lifa í honum. Það gerist svo mikið í netheiminum að við getum varla andað, við höfum svo mikinn aðgang að því sem er að gerast í veröldinni að við náum ekki að staldra við og njóta þess sem er í kringum okkur. Við erum svo upptekin að því að reyna drepa tímann því við eigum það til að finnast rútínan okkar leiðinleg og óspennandi. Við erum alltaf að bíða eftir hvað kemur næst, bíða eftir að eitthvað skemmtilegt gerist og komi uppí hendurnar á okkur. En hvernig væri það að njóta augnabliksins og lifa í núinu, eða breyta rútinunni, slökkva á tölvunni í eina viku og sjá og njóta eingöngu þess sem er í kringum okkur.  Á Íslandi til dæmis eru náttúruperlur allstaðar í kringum okkur sem við gleymum stundum að njóta. Hvernig væri kannski að horfa á landið eða staðinn í kringum okkur frá augum ferðamanna. Hvað er það sem vekur áhuga þeirra? Ein leið til þess að brjóta uppá hversdagsleikann væri að gerast túristi í eigin bæjarfélagi. Gera sína eigin íbúð að hótelherbergi, gera ísskápinn að minibar og ná sér í túristabæklinga og skrá sig í túristaferðir og reyna að njóta umhverfisins og hluta sem okkur finnst vera svo sjálfsagðir.
Nú er vor og breytingar frá degi til dags, fuglarnir syngja daginn inn og út og byggja sér hreiður, trén laufgast, blómin fara að kíkja upp úr moldinni, börn fara að leika sér úti, fólk fer að klæða sig öðruvísi og dagarnir lengjast og eru þetta allt hlutir sem við ættum að njóta þess að geta upplifað. 

-Sigríður R Marrow Arnþórsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir