Er Ísland að fara á HM?

Mynd: www.dailymail.co.uk
Íslendingar voru nú rétt í þessu að vinna gríðarlega mikilvægann 2-1 sigur á Albönum á Laugardalsvelli. Það voru þeir Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson sem skoruðu mörk Íslands. Með þessum sigri er Ísland komið upp í annað sæti í sínum riðli með 13 stig og er í bullandi séns um að komast í umspil um sæti á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Brasilíu næsta sumar. Það eru tveir leikir eftir í riðlinum, heimaleikur á móti Kýpur og útileikur á móti Noregi sem að gæti orðið úrslitaleikurinn um það hvort liðið fer í umspil.  Íslenska landsliðið er með gríðarlega ungann hóp en þó að hann sé ungur þá býr hann yfir mjög mikilli reynslu. Það sýndi sig greinilega í leiknum í kvöld hversu góðir strákarnir okkar eru orðnir og boltinn gekk oft á tíðum frábærlega á milli manna í sókninni þar sem Gylfi Þór Sigurðsson fór gjarnan illa með varnarmenn Albaníu. Vinnuframlagið var líka til fyrirmyndar í leiknum. "Við hlupum gjörsamlega úr okkur lungun og ég var kominn með svima á tímabili", sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson í samtali við RÚV eftir leikinn í kvöld. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir