Er rennandi vatn á Mars?

Mynd: apod.nasa.gov
Árið 2008 staðfesti bandaríska geimvísindastofnunin NASA að vatn í ísformi væri að finna á Mars. En spurningin er: Er vatn að finna á Mars?

Það var árið 2008 sem að geimfarið Fönix fann ís undir yfirborði Mars með því að grafa ofan í jarðveg plánetunnar. Mars hefur árstíðir eins og Jörðin - vetur, sumar, vor og haust. En þær árstíðir standa þó lengur yfir en á Jörðinni, sökum þess að sporbraut Mars er lengi og möndulhallinn aðeins frábrugðinn halla okkar bláu plánetu. Ýmsir glöggir athugendur tóku eftir því að þegar sumar er á Mars og yfirborðið fer að hitna, þá færast litabreytingar yfir hluta hnattarins. 

Í rannsóknum á þessum dökku blettum kom í ljós að þar er áberandi mikið magn járns og steinefnis, miðað við aðra staði á Mars, sem að bendir þá til þess að vatn gæti hafa runnið þar um, þá saltvatn. Önnur vísbending um að rennandi vatn sé á plánetunni rauðu er sú að á yfirborðinu má sjá rákir sem að líta út eins og litlir og stórir skurðir og þessar rákir gætu hafa mótast vegna vatnsrennslis fyrir einhverjum öldum, jafnvel milljörðum ára síðan. Steinar á yfirborðinu líta einnig út fyrir að hafa verið mótaðir og slípaðir af rennandi vatni. 

Vísindamenn NASA útiloka ekki möguleikann á rennandi vatni, en segjast hins vegar þurfa að rannsaka þetta mikið ítarlegra og komast að endanlegri niðurstöðu. Ef vatn rann eitt sinn um Mars, rennur það þá enn í dag?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir