Er tækfæris-femínisi ráðandi á Íslandi?

það er pláss fyrir alla
Fyrir mér er jöfn staða kvenna og karla í samfélaginu sjálfsögð mannréttindi og með ólíkindum hversu hægt miðar í þeirri baráttu. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað þeim gengur til, sem hæst hafa um mikilvægi þess að jafnrétti kvenna og karla ná fram að ganga og að sjónarmið femínista verði virt.


Þeir sem nú sitja í ríkisstjórn telja sig flesta vera mikla jafnréttissinna og/eða femínista, hafa farið mikinn í því hve mikilvægt það sé sé að jafna launamun kynja. Einnig að hlutur kvenna og karla verði sem jafnastur í stjórnum fyrirtækja og stofnanna. Þess vegna vekur það furðu mína þegar það er skoðaða hvernig skipað er í stjórnir þeirra fyrirtækja sem skilanefndir bankanna hafa tekið yfir. Þar hallar verulega á konur, enda hafa bankarnir ekki sett sér neinar reglur um það hvernig skipa skuli í stjórnir þessa fyrirtækja.

Ég átti orðræðu um stöðu kynjanna á dögunum við karlmann sem segist vera femínisti. Þegar kom að rökum hans fyrir því hvers vegna jafnt kynjahlutfall væri ekki í stjórnum þeirra fyrirtækja sem bankarnir hafa yfirtekið frá hruninu, bar hann því m.a. við að þetta væri svo erfitt. Það væri meira en að segja það að ætla sér að jafna hlut karla og kvenna í íslensku atvinnulífi og í stjórnsýslunni. Ég verð að viðurkenna það að þetta viðhorf kom mér verulega á óvart.

Ég efast ekki um að erfitt sé að breyta stöðunni þar sem karlaveldið á sér langa sögu. Ég er samt ekki að átta mig á erfiðleikunum við að jafna hlut karla og kvenna í nýjum stjórnum fyrirtækja sem verið er skipa. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort þeir sem nú fari með stjórn þessa lands svo og þeir sem hæst hafa haft um mikilvægi þess að jafna hlut kvenna og karli, séu tækifærisfemínistar. Á meðan að jafnréttismálin þjóna hagsmunum þessara aðila á einn eða annan hátt eru þeir með. Þegar þeir sömu svo fá  tækifæri til að ná fram breytingum virðist sem augu þeirra tapi sjónum á því, fyrir hvað raunverulegt jafnrétti stendur fyrir.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir