Er þetta virkilega fyndið?

Mynd: bestuff.com

Ég datt inn í þættina Never Mind the Buzzcocks á youtube um daginn. Fyrir þá sem ekki vita eru þættirnir breskir og hafa verið sýndir á BBC 2 frá því að þeir hófu göngu sína árið 1996. Þeir eru byggður upp sem einskonar tónlistar spurningaþáttur en þó eru spurningarnar ekki alltaf beint tengdar tónlist. Þrátt fyrir þetta form snýst þátturinn þó alls ekki um tónlist eða spurningar þar sem stigin skipta svo gott sem engu máli. Aðal markmið þáttarins virðist vera að gera grín að nokkurnvegin öllum sem taka þátt en þó ekki síst að þeim sem ekki eru á staðnum til að verja sig.

Það virðist vera sem svo að þátturinn hafi veiðileyfi á allt og alla sem nokkurntíma hafa orðið frægir. Grínið er líka oftar en ekki mjög óvægið og menn víla ekki fyrir sér að kalla menn öllum illum nöfnum án þess að rökstyðja það á nokkurn hátt. Í rauninni er ótrúlegt að aðeins tvisvar sinnum hefur einn gestanna gengið út en í fyrra skiptið var það Lemmy úr Motörhead og í seinna var það Samuel Preston sem, eins og þeir mundu segja í þáttunum, er nobody.

Maður hefur nú séð ýmislegt í sjónvarpi í gegnum tíðina en ég á erfitt með að sjá fyrir mér að svona þættir gætu virkað í t.d. í bandaríkjunum. Allavega ekki innan sambærilegrar sjónvarpstöðva og BBC er. Orðbragðið er líka þannig að allt er látið flakka og aðeins stöku orð eru ritskoðuð.

En þá komum við að pælingunum sem ég er búinn að vera að reyna að koma að. Hvers vegna horfi ég á svona þætti sem ala á dónaskap og algjöru virðingarleysi við fólk og það sem það er að gera? Hvers vegna hlæ ég eins og vitleysingur að því þegar fólk er rakkað niður? Burt sé frá því hvort það á það skilið eða ekki.

Mín niðurstaða er sú að annaðhvort er þetta í raun og veru svona ógeðslega fyndið eða þá að ég er sálarlaus andskoti.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir