Er veriđ ađ bíđa eftir ţví ađ ég hálsbrjóti mig?

Brjáluđ hálka!
Núna undanfarna daga hefur verið mikil hálka hér á Akureyri og hefur það reynst mörgum erfitt að komast fótgangandi á  milli staða. Ekki hjálpar það heldur til að ekki er lagt mikið upp úr því að sanda eða salta gangstéttir og götur.

Mesta hálkan er samt á bílastæðum og í innkeyrslum. Ég bý á stúdentagörðunum og eru innkeyrslurnar þar sérstaklega slæmar og ekki bætir það aðstæðurnar að bílastæðin eru í brekku og hefur það oftar en einu sinni komið fyrir að bíllinn minn hafi runnið til hliðar yfir nóttina. Ég má þakka fyrir að sem betur fer var engin bíll nærri svo að ekki illa fór. En ég er með spurningu erum við ekki örugglega ekki á Akureyi? Maður hefði haldið að á Akureyri væri sandað eða saltað á veturnar þar sem að þetta er ekki hlíasti satðurinn á landinu. Eru bæjaryfirvöld að bíða eftir að einhver detti á rassinn og brjóti á sér fótinn áður en að þeir geri eitthvað í málunum? En ég vil nota tækifærið og votta öllum póstútburðarmönnum og pizzasendlum samúð mína að þurfa að vinna við svona lífshættulegar aðstæður.

Gunnhildur Rán

Mynd: Gunnhildur Rán 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir