Erfiðleikar við fréttaskrif

Mynd: ira.is
Þegar að ég var yngri hélt ég úti ótal bloggsíðum. Þar skrifaði ég um daginn og veginn og um allskonar merkileg málefni. Mér þótt ekkert skemmtilegra og sjálfsagðara en að setjast fyrir framan tölvuna þegar að ég kom heim úr skólanum og skrifa eitthvað áhugavert inná bloggið. Þess vegna finnst mér alveg merkilegt hversu erfitt mér finnst að setjast fyrir framan tölvuna núna og finna eitthvað áhugavert til þess að fjalla um og gera frétt úr eða finna eitthvað skemmtilegt efni í pistil.
Ástæðan er líklega sú að þessa önnina hef ég þurft að gjöra svo vel að setja inn fréttir á Landpóstinn til þess að geta fengið ágætis einkunn í fjölmiðlafræðiáfanganum. Þegar að mér var tilkynnt það í upphafi annarinnar að ég þyrfti að skrifa tuttuguogfimm fréttir inná Landpóstinn yfir önnina leið mér eins og einhver hefði hent mér á vegg. Í rauninni er þetta ekki eitthvað sem að ætti að vera erfitt að gera. Þó finnst mér eins og þung pressa hafi legið á mér þessa önnina sem gerði það að verkum að hugmyndaflug mitt flaug útum gluggan í upphafi annar og ég hef ekki fundið það síðan. Þrátt fyrir þessa erfiðleika mína er ég loksins að sjá fyrir endan á tuttuguogfimm frétta skilyrðinu enda ekki seinna vænna því lokaprófið hefst innan tveggja tíma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir