Eric Clapton í Egilshöll

Eric Clapton

Eric Clapton hefur ákveðið að spila fyrir íslenska aðdáendur sína.  Tónleikarnir munu fara fram þann 8. ágúst næstkomandi en mun miðasala hefjast  3. mars og eru liður í tónleikaferðalagi kappans um Evrópu.

Eric Clapton hefur lengi verið í hópi bestu gítarleikara í heimi, en hann gerði garðinn frægan á sínum tíma með hljómsveitunum Cream og The Yardbirds.  Hann hefur áður komið á klakann og farið á laxveiðar en ekki til tónleikahalda.  Búast má við fjölmenni þegar þetta stórmenni stígur á svið í Egilshöllinni enda höfðar hann til langflestra aldurshópa.  Um tíu þúsund miðar verða í boði á þennan stórviðburð.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir