Flýtilyklar
Betri heilsa, betri vinna
Í bænum Eskilstuna í Svíþjóð er prógrammið Heilsuskólinn hugsað sem hjálpartæki fyrir innflytjendur sem upplifa mikið stress vegna mikilla áfalla í heimalandi sínu.
Rannsóknarfólk og starfsmenn innan heilbrigðisstofnana í Svíþjóð telja að með betri kunnáttu á sænska heilbrigðiskerfinu og með betri kunnáttu á höndlun stress muni innflytjendur fyrr geta komist út á vinnumarkaðinn.
Jessy Garcia, hegðunarfræðingur, segir : „Þegar þú ert stressaður ferðu upp, upp og þegar þú nærð toppnum þá hrynur þú niður. Flestir innflytjendur hafa upplifað ýmsa áverka og áverkar eru hluti af stressi og það er því mikilvægt að þeir viti hvernig eigi að höndla stressið“ .
Áður en Heilsuskólinn hóf starfsemi sína í Eskilstuna voru svipuð verkefni í gangi í Stokkhólmi og Norrköping sem hafa sýnt mjög jákvæðar niðurstöður.
Fréttin birtist fyrst á http://www.svt.se/nyheter/lokalt/sormland/battre-halsa-ska-ge-jobb-snabbare
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir