Flýtilyklar
Gilmore Girls snúa aftur
Mæðgurnar sívinsælu Lorilai og Rory, eða Gilmore Girls eins og þær eru stundum kallaðar, snúa afur á skjá landsmanna þann 25. nóvember á streymisíðunni Netflix. Flestir lesendur ættu að kannast við þættina sem hétu Mæðgurnar á íslensku og voru sýndir á Ríkísútvarpinu á þriðjudögum.
Þættirnir, sem hófu göngu sína árið 2000, hafa fyrir löngu sigrað hjörtu landsmanna og nú stendur loks til að koma með nýja seríu, en sú seinasta endaði árið 2007. Nýja serían verður með óhefðbundnu sniði þar sem um að ræða fjóra 90 mínútna þætti, skipta upp eftir árstíðunum fjórum.
Þættirnir náðu miklum vinsældum á meðan þeir voru sýndir, og vöktu athygli fyrir einstaklega skemmtileg samtöl mæðgnana sem og hina skrautlegu íbúa Stars Hollow, bænum sem sagan gerist í.
Allir helstu leikararnir hafa tekið þátt í gerð nýju seríunnar, sem gefur ef til vill til kynna hve vænt leikurunum þykir um þættina, en margir af þeim stigu sín fyrstu spor í leiklistinni í þáttunum.
Hér má sjá stiklu úr þáttunum væntanlegu
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir