Svarta myrkur á svörtum föstudegi.

Mynd: BBC

BBC greindi frá. Svarta myrkur setti strik í reikninginn fyrir verslunareigendur í miðborg London í dag, sökum rafmagnsleysis um klukkan fimm að staðartíma. Breska rafmagnsveitan segir í tilkynningu, að rekja megi rafmagnsleysið til bilunar í háspennustreng.

Bilunin olli því að margir verslunareigendur urðu að loka verslunum sínum fyrr á þessum mikla verslunardegi, en einnig þurfti að loka leik- og kvíkmyndahúsum á svæðinu. Þá varð mikið umferðaröngþveiti í miðborginni á háannatíma, eftir að umferðarljós slokknuðu.

Rafmagnsleysið stóð í fjóra klukkutíma, svo miðborg London var myrkvuð til klukkan níu að staðartíma. Breska rafmagnsveitan vinnur enn að viðgerð, en rétt í þessu var rafmagni komið á öll hverfi í London. 

Mynd BBC
Mynd: BBC


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir