Tilnefningar til Golden Globes tilkynntar

Tilnefningar til hinna virtu Golden Globe verðlauna voru tilkynntar í morgun. Golden Globe verðlaunin eru veitt fyrir kvikmyndir annars vegar og sjónvarpsþætti hins vegar. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1944.
Kvikmyndin Carol hlaut flestar tilnefningar að þessu sinni eða 5 talsins. Kvikmyndirnar Steve Jobs, The Revenant og The Big short nældu sér í 4 tilnefningar hver. 
Golden Globes verðlaunahátíðin verður þann 10.janúar næstkomandi og sýnd í sjónvarpi víða um heim. Ricky Gervais verður kynnir kvöldsins en hann hefur verið í hléi frá því starfi frá árinu 2012 þegar margir töldu hann hafa farið einum of oft yfir strikið með beinskeyttum húmor sínum.  
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af tilnefningunum:

Í flokki dramatískra kvikmynda eru tilnefndar:
Carol
Mad Max: Fury Road
The Revenant
Room 
Spotlight

Í flokki grínmynda og söngleikja eru tilnefndar:
The Big Short
Joy
The Martian
Spy
Trainwreck

Tilnefningar fyrir bestu leikstjórn:
Todd Haynes fyrir Carol
Alejandro González Iñárritu fyrir The Revenant
Tom McCarthy fyrir Spotlight
George Miller fyrir Mad Max: Fury Road
Ridley Scott fyrir The Martian

 

Á vefsíðu Golden Globes má sjá listann yfir tilnefningarnar í heild sinni. 

 

 Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir